þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestar og hestamenn - nýtt tölublað

23. júlí 2009 kl. 08:45

Nýtt tölublað Hesta og hestamanna er komið út. Í blaðinu kennir að vanda margra grasa og það er fullt af fréttum, umfjöllun og fallegum myndum. Fjallað er um Íslandsmeistaramótið sem haldið var á Akureyri um síðustu helgi. Sagt er frá því að gjaldeyristekjur af hestatengdri ferðaþjónustu skila líklega um 20 milljörðum króna á ári. Fjallað er um landsliðið í hestaíþróttum sem er á leið til Sviss, fjórðungsmótið á Kaldármelum, sem var fjölmennara en nokkru sinni, úttekt um hrossarækt, ræktunarhóp frá Steinnesi í Húnavatnssýslu, og svo mætti lengi telja.

__________________________________________________

Blaðið Hestar og hestamenn fylgir Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á vefnum. Hægt að óska eftir lykilorði og áskrift á vefnum.