mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestar og hestamenn ? Nýtt tölublað

19. nóvember 2009 kl. 11:28

Ræktunarmenn ársins í viðtali

Sjöunda tölublað af Hesta og hestamenn er komið út. Í blaðinu er viðtal við ræktunarmenn ársins, Þormar Andrésson, Sigurlínu Óskarsdóttur og Elvar Þormarsson í Hvolsvelli. Í Úttekt eru þau sautján ræktunarbú sem voru tilnefnd. Flett er upp í WorldFeng og skoðað hvað hrossin sýndu mörg hross á árinu, hver meðaleinkunn þeirra er og aldur.

Í blaðinu er fjallað um knapa ársins. Ný útfærsla Reynis Aðalsteinssonar á töltkeppni er kynnt. Sagt er frá þjálfunaraðferð til að bæta jafnvægi hesta, sem fellst í að samþjálfa augu þeirra. Fjallað um tímamót í WorldFeng með því að skrá inn keppnisárangur hesta. Spjallað við Dagbjart Dagbjartsson, sem segir að klaufar rækti bestu hrossin. Sagt frá rannskókn þar sem kom í ljós að hestar sofa betur á hálmi en spæni. Og margt fleira í smáfréttum.

Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511-6622 og á: www.hestaroghestamenn.is