miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestar og hestamenn komið út

20. ágúst 2009 kl. 08:20

Blaðið Hestar og hestamenn kom út með Viðskiptablaðinu í dag. Í Hestum og hestamönnum kennir að vanda margra grasa. Ítarlega er fjallað um heimsmeistaramót íslenska hestsins sem haldið var á dögunum í Sviss. Auk þess er fjallað um hrossabúskap, sem er alvöru búgrein, um WorldRanking og FEIF Ranking, um prúðmannlega reiðmennsku, sem vinnur á, stóðhesta og margt fleira.

Áskrifendur geta lesið blaðið hér á netinu. Hægt er að óska eftir áskrift með tölvupósti, askrift@vb.is, eða í síma 511-6622.