þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestar og hestamenn komið út

18. mars 2010 kl. 11:46

24 síður á hvítum pappír

Þriðja tölublað Hesta&Hestamanna á þessu ári er komið út. Blaðið hefur verið stækkað, er nú 24 síður, og er prentað á hvítan þykkari pappír. Hægt er að gerast áskrifandi að Hestar&Hestamenn sérstaklega, en annars fylgir það sem innblað í Viðskiptablaðinu.

Í blaðinu að þessu sinni er viðtal við Harald Þórarinsson, formann LH, en mikil ólga er á meðal hestamanna eftir að skrifað var undir samning við Fák í Reykjavík um LM2012. Þá er einnig opinskátt viðtal við Ragnheiði Samúelsdóttur, tamningakonu og reiðkennara, sem hefur fengið að kynnast erfiðleikum en unnið sig út úr þeim með dugnaði og ósérhlífni.

Ómar Diðriksson, formaður Geysis á Rangárvöllum, skýrir sjónarmið síns fólks varðandi það að Landsmót 2012 skuli ekki haldið á Gaddstaðaflötum. „Okkur finnst við hafa verið svikin,“ segir hann. Jón Baldur Lorange leggur til að sett verði á laggirnar sérstök Stofnun íslenska hestsins, sem hugsanlega yrði tæki til að lægja öldur í íslensku hestasamfélagi og gera Íslendinga sterkari í alþjóðlegu samstarfi. Og Kristinn Hugason hnykkir á gildi þess að hætta fordómum kynbótahrossa á Landsmótum.

Þá er minnt á 40 ára afmæli Félgags tamningamanna, rætt við forsprakka björgunarsveitarmanna sem hafa stofnað leitarhóp á hestum, og farið yfir stöðuna í Meistaradeild VÍS. Að lokum er svo Úttekt á hryssunni Jörp frá Sólheimagerði, sem er formóðir hrossanna í Torfunesi og hins mikla stóðhests Glampa frá Vatnsleysu. Jörp hvarf í móðu hestakaupanna sex vetra og ekkert hefur spurst til hennar síðan.

Blaðið fæst í lausasölu í hestavöruverslunum. Hægt er að kaupa áskrift að Hestum&Hestamönnum í síma 511-6622.