mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestar og hestamenn komið út

Jens Einarsson
21. apríl 2010 kl. 13:23

Stóðhestablaðið frítt fyrir áskrifendur

Fjórða tölublað Hesta&Hestamanna er komið út. Í blaðinu er meðal annars viðtal við Valgerði Sveinsdóttur, nýkjörinn formann Fáks, Úttekt um Hóla í Hjaltadal sem Landsmótsstað, heilsað upp á hestafjölskyldu á Húsavík og litið við hjá Gísla Haraldssyni, hrossaræktanda, í sama plássi.

Vakin er athygli á því að Stóðhestablað Hesta&Hestamanna fylgir frítt til allra áskrifenda. Með því að gerast áskrifandi í dag færð þú Stóðhestablaðið sent heim til þín frítt þér að kostnaðarlausu. Stóðhestablaðið verður komið til allra áskrifenda á föstudag og þá mun það einnig fást í hestavöruverslunum og víðar.