laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestar naga bíla reglulega

13. júlí 2010 kl. 10:55

Hestar naga bíla reglulega

Það er eitt og annað sem  þarf að taka tillit til þegar komið er í sveitina, visir.is er með eftirfarandi hestafrétt á vefsíðu sinni í dag.

 

Það kemur reglulega fyrir að bifreiðaeigendur verði fyrir tjóni vegna þess að hestar, eða önnur húsdýr, nagi lakkið af bílunum þeirra. Tjónið fæst ekki bætt með bifreiðatryggingunum. Vísir sagði frá því í gær að bræður sem voru við veiði í Eystri Rangá hefðu orðið fyrir verulegu tjóni þegar hestar nöguðu lakkið af húddinu og hliðum á Mazda 6 bifreið þeirra.

 

„Þetta gerist alveg nokkrum sinnum yfir sumartímann og líka vetrartímann. Þetta eru hestar og kýr. Menn eru komnir í sveitina og leggja bílunum og svo kemur dýrið að bílnum og fer að sleikja seltuna og sækist eftir því," segir Jóhann Jóhannsson, deildarstjóri ökutækjatjóna hjá VÍS. Hann segir að það fari síðan eftir aðstæðum hverju sinni hvort um sé að ræða tjón sem sé bætt með ábyrgðartryggingu bóndans eða hvort það sé ekki bótaskylt. „Það er alltaf skoðað hvert tilfelli fyrir sig," segir Jóhann. Hann segir að í sumum tilfellum keyri ökumenn inn á lokuð svæði þar sem hestar eða kýr séu höfð í girðingum. „Þá eru menn með sína bíla á eigin ábyrgð," segir Jóhann. 

 

Hann tekur það skýrt fram að kaskótrygging bifreiða nái ekki yfir tjón af þessu tagi. „Það er árekstur, útafkeyrsla velta hrap og skemmdarverk. Þetta flokkast ekki undir skemmdarverk," segir Jóhann. 

heimild: visir.is