miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestar í nærmynd

22. nóvember 2012 kl. 15:52

Hestar í nærmynd

„Hrossarækt er sambland af vísindum og list. Hvað listina varðar þá er það eitt af markmiðum hrossaræktar að skapa fegurð sem felst bæði í ganglagi og líkamsbyggingu hrossanna. Fallegur gæðingur hreyfir við og veitir fólki lífsfyllingu. Lífsfyllingin er ein grundvallarástæða þess að svo margir stunda hestamennsku og hrossarækt, og hrossarækt er ein leið fólks til að fá útrás fyrir sköpunargleðina.“

Svo hefst grein Þorvalds Kristjánssonar um höfðingjann Adam frá Ásmundarstöðum og eru honum eflaust flestir sammála.

Stjarna fjölmargra glæsihrossa hafa skinið hátt á undanförnum árum og hefur Eiðfaxi verið iðinn að fjalla um þau á breiðum grundvelli. Þegar flett er í gömlum blöðum má oft rekast á skemmtilegar og fræðandi greinar um keppnisgæðinga og kynbótahross sem oft hafa verið í deiglunni.

Við munum nú veita lesendum Eiðfaxa aðgang að slíkum greinum og munu á næstu vikum enn fleiri bætast við.

Góðan lestur!

Greinar