þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestar fluttir til Íslands 1938 -

25. nóvember 2009 kl. 09:54

Hestar fluttir til Íslands 1938 -

Það hefur löngum verið almenn trú manna að ekki hafi aðrir hestar en Sóti Gríms Thomsen snúið aftur til Íslands eftir að hafa dvalið í útlöndum. Í nýjasta tölublaði Eiðfaxa segir hins vegar frá undarlegu atviki er átti sér stað sumarið 1938 en þá voru tveir hestar fluttir til landsins frá Þýskalandi. Hestarnir, Jarpur og Sóti, voru í eigu þýska fræðimannsins dr. Bruno Schweizer en hann hafði keypt hestana hér á landi tveimur árum áður og haft með sér heim til Þýskalands. Í blaðinu segir frá aðdraganda þess að dr. Schweizer hafði hestana með sér hingað til lands og viðbrögðum manna hér við þessum innflutningi. Í þeirri frásögn koma við sögu ýmsir af helstu embættis- og stjórnmálamönnum landsins á þeim tíma en Hermann Jónasson þáv. forsætisráðherra mun hafa haft úrslitaáhrif á endanlegan gang málsins.