miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestar eru líka búfé

odinn@eidfaxi.is
5. desember 2014 kl. 08:16

Eins og kveðið er á um í lögum verða allar heimsóknir vegna vanskila á haustskýrslum á kostnað viðkomandi búfjáreiganda.

Skilafrestur á haustskýrslum er nú útrunninn og vill Matvælastofnun upplýsa þá sem enn hafa ekki skilað skýrslum að starfsmenn Matvælastofnunar munu frá og með 15. desember n.k. hefjast handa við heimsóknir til þeirra sem ekki hafa skilað skýrslum. 

Eins og kveðið er á um í lögum verða allar heimsóknir vegna vanskila á haustskýrslum á kostnað viðkomandi búfjáreiganda. Því eru þeir sem enn hafa ekki lokið skilum hvattir til að gera slíkt nú þegar og forðast þannig óþarfa útgjöld.

Þeim sem þegar hafa gengið hafa frá skráningum á haustskýrslum sínum eru þökkuð góð viðbrögð. 

Talsvert vantar upp á að hestamenn og þá sér í lagi í þéttbýli hafi skilað inn en um síðustu áramót varð breyting á. Nú koma búfjáreftirlitsmenn ekki lengur í hesthúsahverfi og fá gefin upp hrossafjölda frá hesteigendum þar heldur er öllum hestamönnum í þéttbýli og dreyfbýli ber að skila haustskýrslu búfjár í gegnum www.bustofn.is. 

Aðeins hefur borið á því að hestamenn telji sig ekki þurfa að skila búfjárskýrslu, en hestar eru líka búfé og því ber eigendum þeirra að skila inn.