miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestanudd - hvað er nú það ?

27. júlí 2010 kl. 14:40

Hestanudd - hvað er nú það ?

Nú þegar hestar hafa verið veikir og við hestamenn höfum verið óþyrmilega minntir á hvað heilsa hrossanna okkar er dýrmæt þá er því ekki að leyna að áhugi vakni hjá mörgum að kynna sér ýmislegt fleira sem í boði er og varðar heilsu hestanna.

 
 Hér á Íslandi er starfandi hestanuddari sem hefur meðhöndlað mörg hross með góðum árangri.  Hún heitir Catrin Engstöm og á heimasíðunni hennar hestanudd.net má fræðast um þessa meðferð fyrir hesta.
  En grípum niður í smákynningu á hestanuddi:
 „Hestanudd - margir glotta út í annað þegar þeir heyra það nefnt. Staðreyndin er nú samt sú að byrjað var að nudda dýr fyrir u.þ.b. 3000 árum síðan, í Grikklandi! Þá þegar gerðu menn sér grein fyrir góðum áhrifum nudds á dýr, t.d. betri hreyfingar, fallegra hárafar og aukin vellíðan. Dýranudd týndist einhverra hluta vegna en Bandaríkjamaðurinn Jack Meagher hóf að nudda hesta á sjötta áratugnum. Frá því að hann byrjaði hefur hann nuddað yfir 250 þús. hross og þróað kerfi sem hentar öllum hestakynjum. 
Nudd losar um vöðvaspennu og hreinsar úrgangsefni úr vefjum og örvar blóðrásina. Hesturinn, þetta vöðvamikla afreksdýr, er eins og skapað fyrir nudd. Húð hestsins er þynnri og næmari en mannsins og því svarar hesturinn nuddi mjög vel. Vegna þessa næma snertiskyns eru tjáskipti í gegnum snertingu honum eðlileg.“
 
Meira um þetta á hestanudd.net