laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestaníð í Svíþjóð

31. október 2011 kl. 19:03

Eins og sjá má eru þessi hestur afar léttholda. Mynd/Arbetarbladet

Formaður hestamannafélags uppvís að stórkostlegri vanrækslu

Tuttugu íslenskir hestar í Svíþjóð hafa verið teknir úr umsjá eiganda síns vegna stórkostlegrar vanrækslu. Eigandinn, Inge Johansson, er samkvæmt heimildum Hestablaðsins formaður hestamannafélagsins Gyda þar ytra. Eins sjá má í frétt Arbetarbladet er vanrækslan algjör, hestarnir hafa staðið innilokaðir í hesthúsi mánuðum saman, eru horaðir og hófar hafa ekki verið klipptir mánuðum og árum saman og á sumum hrossunum orðnir allt að 20 sentimetra langir. Félagar í hestamannafélaginu Gyda eru miður sín vegna málsins eins og lesa má HÉR.