laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestanammigerðardagur á sunnudaginn

3. febrúar 2010 kl. 15:17

Hestanammigerðardagur á sunnudaginn

Já, það er komið Hestanammigerðardeginum í Fáki. Atburðurinn sló í gegn í fyrra og ungir sem aldnir mættu í félagsheimilið til að gera gómsætt hestanammi handa gæðingnum sínum. Á sunnudaginn 7.febrúar næstkomandi  verður leikurinn endurtekinn og munum við hefjast handa kl. 17:00.

Hráefni til nammigerðarinnar og plastbox undir góðgætið kostar kr.500 og eru krakkarnir hvattir til að taka með sér skreytiefni til að skreyta boxin. Það gæti verið tússpennar, lím, glimmer, servíettur, slaufur, borðar og hvað eina sem kemur upp í hugann.

Nammigerðarfólkið mun svo taka nammikúlurnar með sér heim , tilbúnar til að stinga þeim í ofninn í 20 mín.

Skráningar fara fram á netfangið fakurbogu@simnet.is eða í síma 897 4467. Mikilvægt er að allir skrái sig svo hægt verði að áætla og skipuleggja hráefnisinnkaupin.

Við hlökkum til að sjá ykkur hress á sunnudaginn!


Æskulýðsdeild Fáks