miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestanammi frá Myllunni

18. febrúar 2010 kl. 10:58

Ekta íslenskur þrumari

Myllukökur, Myllubrauð! Tvo orð sem koma bragðlaukunum af stað hjá flestum landsmönnum. Nú er Myllan hins vegar að færa sig yfir í aðrar tegundur, ef svo má segja, því þar á bæ er nú hafin framleiðsla á „nammi“ fyrir hross. Hestanammið, sem er í kögglaformi, er framleitt úr rúgbrauðsafgöngum; sama rúgbrauði og fyrir mannfólkið. Hráefnið er af bestu sort og engum óæskilegum efnum er bætt í kögglana.

Ekta íslenskur þrumari

Hestanammið er framleitt fyrir hestavöruverslunina Hestagallery og kostar 390 krónur í eins kílós pakkningu. Erling Sigurðsson, verslunarmaður í Hestagallery, segir að nammið rjúki út eins og heitar lummur. Hestarnir séu vitlausir í það. „Þetta er náttúrulega ekkert annað en ekta íslenskur þrumari af bestu gerð. Og alveg frábær með smjöri ef því er skipta,“ segir Erling.