þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestamönnum fjölgar

1. janúar 2017 kl. 08:00

Hér eru Kristín Hrönn og Freyr með hestum sínum Snörp og Munki.

Hestamannafélagið Fákur það fjölmennasta.

Hestamenn eru nú 11.321 talsins. Samkvæmt tölfræðiupplýsingum frá Landssambandi hestamanna hefur fjöldi skráðra einstaklinga í hestamannafélögum aukist lítillega á árinu, en í fyrra voru þeir 10.933 talsins. Alls er 41 hestamannafélag á Íslandi en þeim fækkaði eilítið í ár við sameiningu Stíganda, Léttfeta og Svaða í eitt félag, hestamannafélagið Skagfirðing. Elstu félögin eru Fákur, en það var stofnað árið 1922, Glaður í Búðardal og Léttir á Akureyri sem bæði voru stofnuð árið 1928. Elsta félagið, Fákur, er einnig það fjölmennasta en skráðir félagar eru 1.379. Hestamannafélagið Sprettur sem stofnað var árið 2013 er næst fjölmennast með 1.117 félaga en saman eru þessi félög langstærst. Fámennasta félagið er Gnýfari á Ólafsfirði með 25 félaga.