mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestamiðstöð Íshesta 10 ára

21. apríl 2010 kl. 12:11

Hestamiðstöð Íshesta 10 ára

Hestamiðstöð Íshesta í Hafnarfirði fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir.  Af því tilefni höldum við fjölskylduhátíð á morgun, Sumardaginn fyrsta, í hestamiðstöðinni að Sörlaskeiði frá kl. 13:00 til 16:00. 

Teymt verður undir börnum, hægt að fara í klukkutíma reiðtúr, stóðhestur verður á staðnum, folöld, íslenskir hundar o.fl.  Víkingar og brokkkórinn koma í heimsókn. 

Dagskrána má finna á www.ishestar.is og á Facebook síðu Íshesta.

Sjáumst í sumarskapi!

Íshestar