þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestamennskan lífstíll

18. júní 2016 kl. 11:34

Fanney Dögg og Brúney frá Grafarkoti

Viðtal við Fanneyju Dögg Indriðadóttur.

Fanney Dögg Indriðadóttir hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini. Hún útskrifaðist sem reiðkennari frá Háskólanum á Hólum árið 2011 og hefur síðan þá haft reiðmennsku og reiðkennslu að atvinnu. Hún hefur verið iðin á keppnisvellinum frá því að hún var ung og bætti við sig nýjum titli á dögunum þegar hún varð Meistari meistaranna í slaktaumatölti. Eiðfaxi sló á þráðinn til hennar til að fá að vita meira um þessa kraftmiklu og duglegu hestakonu.

Við Logi keyptum okkur hesthús á Hvammstanga og byggðum við það. Þar er aðstaða fyrir 21 hross. Við erum mjög ánægð hér. Hestamannafélagið er mjög skemmtilegt, hér er alltaf mikil stemning og samhugur. Eins og þegar við vorum að keppa í vetur á Meistari meistaranna, þá fór stór hópur með og þau voru með mikil læti og bjuggu til mikla stemningu. Svo erum við öll að fara á Landsmót saman og það er langt síð- an við pöntuðum gistingu, öll á sama stað. Þetta er rosalega skemmtilegur hópur og það er mjög gaman að því. Hestamannafélagið Þytur er í stöðugri sókn og aðstaðan hér verður betri með hverju árinu. Á félagssvæðinu er reiðhöll, hún er rétt hjá hesthúsinu okkar. Svo er fínn hringvöllur hér og það er alltaf verið að vinna í því að bæta við reiðleiðum og að- staðan verður betri með hverju árinu. Hér er afgirtur reiðvegur svo að við getum farið í hrossarekstra á veturna, og við reynum að gera það einu sinni í viku,“ segir Fanney

 

Viðtalið við Fanneyju Dögg finnur þú í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.