föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestamennskan í tölum

2. janúar 2017 kl. 12:00

Íslenski hesturinn spilar stórt hlutverk hestamennsku í Þýskalandi

Flest hross í Þýskalandi fyrir utan Ísland.

Alþjóðasamtökin FEIF gefa út tölfræðiupplýsingar sem varpa ljósi á umfang Íslandshestamennskunar í heiminum. Þar kemur fram fjöldi skráðra íslenskra hrossa í aðildarlöndum, sem nú eru orðin 20 talsins, auk fjölda félaga í Íslandshestafélögum. Þegar rýnt er í tölurnar er hægt að fá út að hver Íslendingur sem skráður er í hestamannafélag eigi að meðaltali 8,6 hesta hér á Íslandi. Í Þýskalandi reiknast 1,9 hestar á hvern fé- laga, 4,04 í Danmörku og 4,5 hross á mann í Svíþjóð. Einnig er hægt að sjá á þessum upplýsingum ákveðna þróun í mismunandi löndum en þar sést greinilega að hrossum og félögum fækkar í Færeyjum en árið 2012 voru hross 400 talsins og félagar 140 talsins. Einnig er áhugavert að félögum í Ítalíu fækkar úr 155 árið 2012 í 25 árið 2016.

Land Hross Félagar

» Ísland 97.955 11.321
» Ástralía 215 28
» Austurríki 5.245 1.564
» Belgía 1.672 135
» Kanada 1.781 180
» Danmörk 38.944 9.629
» Færeyjar 299 100
» Finnland 3.617 1.106
» Frakkland 3.247 300
» Þýskaland 50.060 25.040
» Bretland 984 212
» Ítalía 324 25
» Lúxemborg 268 34
» Holland 8.021 2.300
» Nýja-Sjáland 143 57
» Noregur 13.260 2.213
» Slóvenía 356 32
» Svíþjóð 30.720 6.709
» Sviss 3.594 1.434
» Bandaríkin 4.904 602

 Alls 265.609 63.021