föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestamennska, ný keppnisgrein FT-

13. febrúar 2011 kl. 22:36

Hestamennska, ný keppnisgrein FT-

Ný keppnisgrein Félags tamningamanna „Hestamennska FT“ er að líta dagsins ljós. Í gær var kynnt hugmyndin sem liggur að baki...

og nú eru kynntar reglur um keppnina . Á morgun verður kynnt hvernig keppnisgreinin er dæmd. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um hugsanlegar breytingar en nefndin er enn að störfum.
Reglur:
Þessi keppnisgrein getur farið fram  inni eða úti.
Keppnin byggist upp á skylduatriðum og frjálsri sýningu.
Vallarstærðin er að lágmarki 20X40 og að hámarki 40X80m. Keppandi byrjar og endar sýningu með því að hneigja sig og hefur þá aðeins aðra hendi á taum. Þetta má gera í kyrrstöðu eða á ferð.
Sýna skal fet, brokk, tölt og stökk. Sýna skal þessar gangtegundir bæði á beinni og beygðri leið. Það er ekki nægilegt að sýna gangtegund þegar riðin er æfing.
Sýna má skeið ef völlurinn er 60 metra langur eða lengri. Í dómum skal leggja mikla áherslu á niðurtöku og niðurhægingu. Sérstök áhersla á að niðurhægingin sé framkvæmd af mýkt og að hún sé sanngjörn fyrir hestinn. Hesturinn skal vera komin á tölt áður en hann kemur í beygjuna.
Sýna verður liðkandi og safnandi æfingar og aðrar æfingar sem nýtast við þjálfun íslenska hestsins. Áður en keppni hefst skal keppandi skila dómurum lista yfir þær æfingar sem hann ætlar að sýna í keppninni. Ef um óhefðbundnar æfingar er að ræða verða að fylgja útskýringar.
Sýna verður taumur gefinn.
Þetta er keppni í hestamennsku, þ.e. bæði við hendi og reiðmennska. Hver sýning skal vera að lágmarki 8 mín og að hámark 10 mín. Reiðhlutinn er 6 til 8 mínútur og vinna við hendi 2 til 4 mínútur. Keppandinn er látin vita með merkjagjöf hvenær 2 mínútur eru eftir og þegar tíminn er búinn.
Hver keppandi má vera með fleiri en einn hest. Þetta má ekki tefja sýninguna, leyfilegt að vera með aðstoðarmann. Ef keppandi er ríðandi og með einn eða fleiri aukahesta sem hann sýnir án þess að sitja á þeim telst það sem vinna við hendi.
Búnaður er frjáls. FEIF reglur um fótabúnað.
Reiðhjálmur er skylda.
Leyfilegt að ríða með engan búnað. Einfaldari búnaður getur gefið hærri einkunn.
Það getur gefið hærri einkunn að sýna atriði án stuðnings af girðingu eða vegg.
Það eru gefin mínusstig fyrir grófar ábendingar.
Góð tónlist sem fellur vel að verkefninu getur gefið hærri einkunn.
Dómarar eru Meistarar FT til að byrja með, síðar sérmenntaðir dómarar.
Það getur gefið hærri einkunn að sýna atriði sem eru vandasöm og á háu stigi.
Skemmtileg, hnitmiðuð sýning með skipulagðri og markvissri uppbyggingu skal gefa plús í einkunn. Sundurlaus, óskipulöggð og leiðinleg sýning gefur mínus. Einnig ef að í sýningunni eru margar óhóflega langar ferjuleiðir.
Keppandi má taka með sér óhefðbundin tæki og búnað til að krydda frjálsa hluta sýningarinnarinnar. Þessi búnaður má ekki tefja sýninguna eða krefjast þess að gert sé hlé á meðan honum er komið fyrir. Þessi búnaður getur til dæmis verið boltar, keilur, eldur, fánar, gærur, regnhlífar, hundar svo eitthvað sé upp talið.
Dómarar útskýrir niðurstöður að keppni lokinni.