fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestamennska er ekki geimvísindi

19. mars 2015 kl. 18:00

Álfssonurinn Hvinur frá Blönduósi er í mikið uppáhalds hross hjá Tryggva rétt eins og móðir Hvins, Hríma frá Hofi. Hvinur er einstaklega geðljúfur hestur að sögn Tryggva sem brá sér á berbak gæðingnum sem hann stefnir með í kynbótadóm í vor.

Tryggvi Björnsson talar tæpitungulaust.

Hann er meðal ötulustu tamningamanna Húnavatnssýslu og stendur að baki farsælli hrossarækt. Hann liggur sjaldnast á skoðunum sínum um menn og málefni og var það Eiðfaxa því nokkuð tilhlökkunarefni að heimsækja Tryggva Björnsson á Blönduósi.

Viðtal við Tryggva má nálgast í 3. tbl. Eiðfaxa sem kemur út í næstu viku en hér er brot úr greininni:

Tryggvi segir alla þekkingu í reiðlist góða til síns brúks en ekki megi gleyma að hafa gaman af því að fara á hestbak. „Það má fara að leggja meira upp úr einfaldleika, Reiðmennska eru ekki geimvísindi. Ef manni líður vel á hestinum og hesturinn er takthreinn og mjúkur þá er maður á réttir leið. Ef hesturinn kann að stoppa og beygja, svarar fótum til hægri og vinstri þá er það enn betra. Fólk ætti ekki að vera að flækja hestamennskuna sína of mikið og mér finnst ekki að við eigum að þurfa að hita hestinn upp með því að ríða í baug í hálftíma áður en lagt er af stað í reiðtúr. Maður á að geta sest á bak og farið af stað á tölti. Einfaldleiki á að vera númer eitt, tvö og þrjú í hestamennsku," segir Tryggvi.

Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is