miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestamenn óttast haustið

Jens Einarsson
13. ágúst 2010 kl. 14:33

Hrossapestin ennþá sprelllifandi

Landssamband hestamanna, Félag hrossabænda og Félag tamningamanna munu funda með dýralæknum og sérfræðingum í veirusjúkdómum næstkomandi þriðjudag, 17. ágúst. Mikils óróa gætir á meðal hestamanna, sem eru orðnir óttaslegnir nú þegar styttist í haustið og lítið lát virðist á hrossapestinni.

Haraldur Þórarinsson, formaður LH, segir að tilgangurinn með fundinum sé að reyna að fá enn skýrara stöðumat á gangi hrossapestarinnar og samræma og skipuleggja betur þau skilaboð sem forysta hestamanna og dýralækna senda frá sér. Fundurinn er ekki opinn en til hans verða boðaðir ýmsir fulltrúar hagsmunaðila í hestamennskunni.