laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestamannahittingur

22. júní 2010 kl. 10:19

Hestamannahittingur

Þá er komið að Grillveislu ferðanefnda hestamannafélaganna Léttfeta, Stíganda og Svaða.  Stefnan er tekin á létta kvöldskemmtun með söng og glensi í Melsgili  kl 20.00  þann 26.júní.

Á staðinn mætir hinn heimsfrægi Guðjón Viðar trúbador með gítarinn og Riddarakórinn. Einnig mun Ari stjórna fjöldasöng. Svo eitthvað sé nefnt. Vonast ferðanefndirnar til að sjá sem flesta hestamenn og aðra.  Kostnaði verður haldið í lámarki. Skrá þarf  í matinn fyrir fimmtudag  24. júní.  Skráning og nánari upplýsingar  hjá Söru  895 6417, Bjössa  898 5455, Ara  893 6673  og Sigfríði  866 9906.

Ferðanefndirnar