miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestamannahittingur í skugga hóstapestar

14. júní 2010 kl. 14:07

Hestamannahittingur í skugga hóstapestar

Það segir frá því á vefsíðum hestamannafélaganna í Skagafirði að þó ekki sé hægt að fara í skipulagðar hestaferðir eins og venja er á sumrum þá ætla hestamenn að koma saman og gleðjast hestalausir.

Eins og staðan er í dag er félagslíf hestamanna frekar dapurt sökum hestapestar.  Lítið er um að hægt sé að fara í skipulagðar hestaferðir.

Hafa því ferðanefndir hestamannafélaganna Léttfeta, Stíganda og Svaða ákveðið að slá til grillveislu og léttrar kvöldskemmtunar í Melsgili að kveldi 26. júní nk.

www.feykir.is greinir frá.