þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestaleikhús, formannsskipti og FT fjöður

31. desember 2014 kl. 14:00

Hestaleikhúsið er aðalsmerki Fákasels. Föngulegur hópur knapa og hrossa kemur fram í sýningunni The Legends of Sleipnir.

Vetur - Annáll 2014.

Árið 2014 var viðburðarríkt ár á sviði hestamennskunnar. Í dag og á morgun munum við birta örstutta annála og rifja upp tíðindi ársins. Við byrjum á síðastliðnum vetri:

  • Mikil ísing var á reiðvegum í byrjun vetrar á höfuðborgarsvæðinu sem gerði hestamönnum erfitt fyrir.
  • Nýtt hestaleikhús leit dagsins ljós en Fákasel opnaði í byrjun árs.
  • Nýjar siðareglur kynbótadómara voru samþykktar en þar kom m.a. fram að þeir einstaklingar sem hafa hrossarækt, hrossasölu eða stóðhestahald sem sitt aðalstarf séu ekki tækir til þess að dæma hér á landi.
  • Gunnlaugur Antonsson tók sér ársleyfi frá störfum ábyrgðarmanns hrossaræktar. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, fagstjóri búfjárræktarsviðs hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, tók við ábyrgðarmannahlutverki í hrossarækt.
  • Sveinn Steinarsson tók við sem formaður fagráðs í hrossarækt.
  • Ákveðið var að sameina Íslandsmótsyngri flokkanna og fullorðna sem haldið yrði hjá hestamannafélaginu Fáki.
  • FT fjöðrin var veitt í fyrsta sinn en Þorvaldur Árni Þorvaldsson var fyrstur til að hljóta þessa viðurkenningu fyrir léttleikandi reiðmennsku og einstaka útgeislun.
  • Gunnar Sturluson tók við formennsku FEIF.
  • Hestamannafélagið Sprettur vígði reiðhöll sína. Hún er ein sú glæsilegasta á landinu en hún er alls um 4000 fm.
  • Sérstakar lágmarkseinkunnir voru settar fyrir klárhross fyrir kynbótasýningarnar á Landsmóti.