fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestakona kona ársins

31. október 2014 kl. 16:43

Nýtt líf valdi Anítu sem konu ársins 2014.

Aníta Margrét Aradóttir var valin kona ársins 2014 af ritstjórn Nýs Lífs. Aníta vakti mikla athygli í sumar þegar hún tók þátt í kappreiðunum Mongol Derby. Nýtt Líf kom út í gær og prýddi Aníta forsíðu blaðsins ásamt því að ítarlegt viðtal við hana var í blaðinu. Aníta prýddi einnig forsíðu 9tbl. Eiðfaxa og var það í fyrsta sinn í sögu blaðsins sem hestur af öðru hestakyni prýddi forsíðuna. 

Aníta telur það mikla viðurkenn­ingu fyr­ir hestaíþrótt­ina að kona árs­ins sam­kvæmt Nýju Lífi sé hesta­kona og erum við á Eiðfaxa sammála því.

Á Facebookarsíðu Nýs Lífs kemur þetta fram; "Ritstjórn Nýs Lífs hefur valið Anítu Margréti Aradóttur konu ársins 2014. Hún vakti verðskuldaða athygli í sumar þegar hún tók þátt í 1.000 kílómetra kappreið á villtum hestum í Mongólíu. Með framtaki sínu og áræðni hefur Aníta sýnt að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi."