fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestakona í sviðsljósinu

19. febrúar 2014 kl. 15:53

Sigríður María í hlutverki sínu sem Jóhanna hin sænska.

Sigríður María keppir um Edduverðlaunin um helgina.

Sigríður María Egilsdóttir hefur vakið athygli fyrir túlkun sína á sænsku hestakonunni Jóhönnu í stórmynd Benedikts Erlingssonar, Hross í oss.

Þótt Sigríður eigi ekki langt að sækja í leiklistina var hún fengin í hlutverkið vegna bakgrunns í hestamennsku. „Þetta er í raun eina hestamanneskjan í myndinni. Allir aðrir eru að vilja mönnum eitthvað en þetta er eina manneskjan sem er þarna eingöngu fyrir hestana,“ segir Sigríður sem er tilnefnd til Edduverðlauna fyrir leik sinn í myndinni en hátíðin fer fram í Hörpu á laugardagskvöld.

 Sigríður María segir Jóhönnu vera virðingarvott til erlendra tamningakvenna sem komu hingað til landsins og breyttu hestamennskunni. "Jóhanna þarf að standa uppi gegn ríkjandi karlasamfélagi og þegar enginn býst við neinu reddar hún málunum. Mér finnst gaman að hafa fengið að leika hana og heiðra þannig flottar konur,“ segir Sigríður.

Viðtal við Sigríði Maríu Egilsdóttur má nálgast í 2. tölublaði Eiðfaxa sem kemur út í næstu viku. Hægt er að panta áskrift í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is.