þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestakona heiðruð

2. júní 2014 kl. 11:00

Sigríður María Egilsdóttir

Framúrskarandi ungir Íslendingar verðlaunaðir

Hestakonan Sigríður María Egilsdóttir er meðal þeirra framúrskarandi ungu Íslendinga sem forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heiðrar í dag.

Tíu einstaklingum verða veitt verðlaunin „Framúrskarandi ungir Íslendingar“ við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík.

Hin tvítuga Sigríður María Egilsdóttir er eftirtektarverð fyrir margra hluta sakir. Á liðnu ári var hún valin ræðumaður Íslands í Morfís, rökræðukeppni framhaldskólanna, og ræður hennar um kvenréttindi á ráðstefnum breska ríkisútvarpsins BBC og á TEDx ráðstefnu í Reykjavík hafa farið eins og eldur í sinu á öldum ljósvakans. Hún lék einnig eitt af lykilhlutverkunum í stórmyndinni Hross í oss. Viðtal við Sigríði Maríu má nálgast í 2. tbl. Eiðfaxa.

"Það eru JCI-samtökin á Íslandi sem standa að þessum hvatningarverðlaunum sem eru veitt árlega til ungra Íslendinga sem þykja hafa skarað fram úr. Í dómnefnd verðlaunanna í ár eru Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari, Ari Kristinn Jónsson, rektor HR og Sigurður Sigurðsson, landsforseti JCI. Forseti Ísland afhendir verðlaunin og er jafnframt verndari þeirra," segir í frétt RÚV.

 

Þau sem verða heiðruð í dag eru:

  • Alexandra Chernyshova, tónskáld.
  • Aníta Hinriksdóttir, nemi og íþróttakona.
  • Anna Pála Sverrisdóttir, lögfræðingur og mannréttindafrömuður.
  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar.
  • Hans Tómas Björnsson, barnalæknir.
  • Haraldur Freyr Gíslason, leikskólakennari og tónlistarmaður.
  • María Rut Kristinsdóttir, sálfræðinemi og fráfarandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
  • Sigríður María Egilsdóttir, ræðumaður og leikkona.
  • Sævar Helgi Bragason, vísindamaður í Háskóla Íslands.
  • Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla Games.