laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestaíþróttamót í FSu

10. mars 2010 kl. 12:48

Hestaíþróttamót í FSu

Hestaíþróttamót var haldið á Brávöllum miðvikudaginn 3.mars s.l. af nemendum Hestabrautar við FSu, Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Það voru aðallega nemendur hestabrautarinnar sem tóku þátt en mótið var opið öllum nemendum FSu.

Hestamannafélagið Sleipnir lánaði nemendum keppnisvöllinn og hljóðkerfið, Baldvin og Þorvaldur gáfu ábreiðu í verðlaun fyrir bestu reiðmennskuna og kom hún í hlut Brynhildar Sighvatsdóttur.

Arnar Bjarki Sigurðarson sigraði keppnina á Kraftssyninum Spretti frá Akureyri og hlaut farandbikar að launum og var það í annað sinn.

Dómarar voru þau Halldór Vilhjálmsson, íþróttadómari og hestamaður á Selfossi og Þórdís Erla Gunnarsdóttir íþróttadómari, tamningakona og reiðkennari á Grænhóli.


Úrslit

1. Arnar Bjarki Sigurðarson, Sprettur frá Akureyri,
2. Guðbjörn Tryggvason, Seifur frá Sýðra Velli.
3. Herdís Rútsdóttir, Embla frá Skiðbakka.
4. Ásta Alda Árnadóttir, Lúkas frá Stóru-heiði.
5. Brynhildur Sighvatsdóttir, Einar frá Hvammi.
6. Lydía Þorgeirsdóttir, Spá frá Álftarósi.
7. Elín Huld Kjartansdóttir, Heikir frá Ási.
8. Hrefna Rún Óðinsdóttir, Bylgja frá Króki
9. Kristín Hanna Bergsdóttir, Djarfur frá Hvammi.