mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestagull til sölu

17. september 2012 kl. 11:37

Þrift frá Hólum á LM2011 á Vindheimamelum. Knapi Mette Mannseth.

Hólaskóli auglýsir nú fjórar topphryssur til sölu. Þar á meðal er ein fegursta hryssa landsins, Þrift frá Hólum.

Hóliskóli auglýsir fjórar topphryssur til sölu. HÉR. Þar á meðal er hestagullið er Þrift frá Hólum, sem var í öðru sæti í elsta flokki hryssna á LM2011 á Vindheimamelum.

Þrift er átta vetra, undan Adam frá Ásmundarstöðum og Þrennu frá Hólum, sem stóð efst í 5 vetra flokki hryssna á LM1990 á Vindheimamelum og var hæst dæmda kynbótahross mótsins. Þrift hefur erft kosti foreldranna og er með allra fegurstu og bestu hryssum landsins, með 8,81 fyrir sköpulag og 8,50 fyrir kosti. Hún er fengin við Arði frá Brautarholti.

 Hryssur á borð við Þrift seljast varla á minna en 25 til 30 milljónir króna. Ólíklegt er að ræktendur hér á landi láti það eftir sér að kaupa slíkan grip. Það má því búast við að Þrift muni eignast nýtt heimili í útlöndum ef hún verður seld.

Hólahryssurnar fjórar verða í Úttekt í næsta tölublaði Hestablaðsins, sem kemur út í næstu viku.