laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestafræðinemar ljúka prófum

10. apríl 2014 kl. 09:00

Hestafræðingar 2014

BS í hestafræði

Í vetur voru á Hólum átta nemendur á lokaári til BS-prófs í hestafræði. Sú námsleið er sameiginleg með Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri (þar sem fyrstu tvö árin eru tekin) og Háskólanum á Hólum (þar sem nemendur dvelja þriðja og síðasta námsárið).

Þessi hópur hefur nú lokið öllum sínum námskeiðum á Hólum. Miðvikudaginn 2. apríl þreyttu þau verklegt lokapróf í Reiðmennsku III, og öll stóðust þau prófið. Nú eiga þau aðeins eftir að ganga frá BS-ritgerðunum sínum og við óskum þeim góðs gengis á lokasprettinum.

Því miður vitum við ekki hver tók meðfylgjandi mynd, en hún er komin frá nemendum sjálfum og var tekin að loknu reiðprófinu. Á henni eru, frá vinstri:

Tanja Rún Jóhannsdóttir og Abel frá Brúarreykjum, Berglind Margo Þorvaldsdóttir og Gammur frá Hólum, Elin Margareta Moquist og Hetja frá Hólum, Sigrún Edda Halldórsdóttir og Rammi frá Hólum, Hanna Valdís Guðjónsdóttir og Klakkur frá Hólum, Einar Ásgeirsson og Seiður frá Kjarnholtum og loks Sigurlína Erla Magnúsdóttir og Kvarði frá Hólum. Fyrir framan eru reiðkennararnir þeirra, þau Sigvaldi Lárus Guðmundsson og Þórdís Anna Gylfadóttir.