mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestafjör hjá Reiðskóla Reykjavíkur

16. ágúst 2013 kl. 18:41

Merin Stella var elskuð og dáð.

„Þetta er skemmtilegast í heimi“

Það er óhætt að segja að ungdómurinn hafi skemmt sér vel í morgun þegar einu af mörgum reiðnámskeiðunum sem haldin hafa verið uppi í Fáki í sumar lauk.

Reiðskóli Reykjavíkur hefur verið starfræktur frá árinu 2001 og eru námskeiðin ætluð börnum og unglingum á aldrinum 5-15 ára. Þessi námskeið eru ákaflega vinsæl, enda hafa um 700 börn sótt þar reiðnámskeið í sumar. Nemendur geta bæði tekið með sér eigin hesta eða fengið hest hjá reiðskólanum. 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá byrjendanámskeiðinu sem lauk í morgun.