miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestaferðir skila milljörðum

8. ágúst 2013 kl. 09:52

Stikkorð

Hestaferð

Einar Bollason segir í samtali við Viðskiptablaðið í morgun að árlega komi um 4.000 manns til landsins til að fara í lengri hestaferðir.

Ætla má að tekjur af ferðamönnum sem koma hingað til lands gagngert til þess að fara í hestaferðir sé á bilinu 1-1,5 milljarðar króna. Þetta segir Einar Bollason, stjórnarformaður Íshesta í samtali við Viðskiptablaðið sem kom út í morgun.

Þá eru ótaldar tekjur vegna dagsferða eða hálfsdagsferða. Heildartölur veltu allra hestaleiga liggja ekki á takteinum, enda mikill fjöldi stórra og smárra hestaleiga starfandi á landinu.

Þrjár af stærstu hestaleigunum eru Íshestar í Hafnarfirði, Eldhestar á Völlum í Hveragerði og Laxnes í Mosfellssveit.

Nánar má lesa um málið í frétt Viðskiptablaðsins.