þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestaferð Stíganda

1. ágúst 2015 kl. 23:36

Leið liggur í Heiðarland

Hestaferð Stíganda 2015 verður farin 8. og 9.ágúst. Brottför frá Silfrastaðarétt kl 14  á laugardeginum  8.ágúst  og riðið sem leið liggur í Heiðarland en farið verður fram að vestan hjá Egilsá og Borgargerði en þar verður að teyma.

Ef einhverjir verða með rekstur þá fer hann fram ganginn að austan. Grillað um kvöldið í Heiðarlandi. Gisting  og morgunmatur daginn eftir verður riðið fram í dalinn ef áhugi er fyrir hendi og síðan niður í Blönduhlíð og hver til síns heima, hægt að geyma hesta á Miklabæ ef einhver vill. Verði stillt í hóf.

Þáttöku þarf að tilkynna fyrir 6.ágúst hjá Moniku í síma 864 0820 eða Agnari í síma 895 4123.