föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestadagur á Álftanesi

30. mars 2011 kl. 21:38

Hestadagur á Álftanesi

Föstudaginn 1. apríl mun hestamannafélagið Sóti hafa opið hús og kynningu á starfsemi sinni á svæði hestamanna á Álftanesi.
Dagskrá hátíðarinnar er eftirfarandi:
Kl. 16.00 - 18.00       Opið hús í hesthúsahverfinu við Breiðumýri
Kl. 16.30 – 17.00      Teymt undir börnunum
Kl. 17.00 – 17.30      Folöld í gerðinu á vegum nýstofnaðrar ræktunardeildar
Kl. 17.45 – 18.00      Félagsmenn í Sóta fara fylktu liði um sveitarfélagið á hestum með bæjarstjórann í broddi fylkingar.