þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestadagar um helgina

4. apríl 2013 kl. 23:59

Hestadagar um helgina

Hátíðin Hestadagar í var sett í dag. Jón Gnarr borgarstjóri mætti í glæsilegum hestvagni að ráðhúsi Reykjavíkur ásamt fríðu föruneyti. 

Hestadagar í Reykjavík 2013 verða vítt og breytt um höfuðborgarsvæðið um helgina. Hesturinn okkar verður í aðalhlutverki og mun honum bregða fyrir á óvenjulegum stöðum. 
 
Ef að Reykjavíkurbúum og landsmönnum langar að sjá 150 hesta feta niður Skólavörðustíginn, þá er ekkert betra en að fá sér kaffi á Eymundsson og njóta um skrúðreiðarinnar sem fram fer frá BSÍ á laugardaginn.  Þeir sem ná því ekki geta þá alltaf komið sér fyrir einhverstaðar á leiðinni en stór hringur verður tekinn í miðbænum, nánar um það hér.
 
Litlu skottin ættu einnig að gleðjast  því frítt verður inn í Húsdýragarðinn á laugardaginn, þar verður teymt undir þeim, fax fléttað, heitjárningar sýndar og hestatengd fræðsla. Kvöldið verður svo spennuþrungið því okkar allra sterkustu knapar tefla fram sínum allra bestu tölturum á ísnum í Skautahöllinni.
 
Á sunnudaginn verður svo glæsisýningin Æskan og hesturinn í reiðhöllinni í Víðidal.
 
Sjá alla viðburði á heimasíðu LH