laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestadagar í Reykjavík

29. mars 2012 kl. 08:56

Hestadagar í Reykjavík hefjast í dag.

Reiðtúr hjá Íshestum og kósíkvöld í Líflandi

Hestadagar í Reykjavík hefjast í dag, fimmtudaginn 29.mars. Dagskráin hefst með því að farið verður í reiðtúr um Hafnafjarðarhraun kl. 10:00 árdegis. Farið verður frá hestamiðstöð Íshesta í Hafnarfirði, og þar verður hægt að leigja hesta fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Að reiðtúrnum loknum verður boðið upp á kjötsúpu í hestamiðstöðinni. Pantanir og frekari upplýsingar fást hjá Landssambandi hestamannafélaga á netfanginu lh@isi.is  

Síðar í dag verður Landsmótssvæðið í Víðidal skoðað, en þar fer Landsmót hestamanna fram í sumar. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á mótssvæðinu og búist er við allt að 15.000 gestum á Landsmótið.

Formleg setning Hestadaga í Reykjavík fer svo fram í í verslun Líflands að Lynghálsi 3 og hefst klukkan 18:00. Þar verður boðið upp á léttar veitingar, tónlistaratriði og  nýjasta tíska í reiðfötum sýnd ásamt því að leynihestur lætur sjá sig.
Heimasíða Hestadaga í Reykjavík er www.hestadagar.is