sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestadagar í Reykjavík

30. mars 2011 kl. 09:52

Ístöltið "Þeir allra sterkustu" er rúsínan í pylsuendanum á Hestadögum.

Fjölskyldudagur í Húsdýragarðinum

Þessa vikuna standa yfir Hestadagar í Reykjavík. Dagskráin teygir þó anga sína út fyrir borgarmörkin. Í kvöld er til dæmis Félag tamningamanna með sýnikennslu í Reiðhöll Gusts í Glaðheimum og hefst hún klukkan 20.00. Miðaverð er 1500 krónur.

Eitthvað verður um að vera á hverjum degi fram á helgi og má sjá dagskrá Hestadaga HÉR. Rúsínan í pylsuendanum er svo á laugardaginn, 2. apríl, en þá verður farin hópreið frá BSÍ, riðið upp Laugaveginn og alla leið í Húsdýragarðinn í Laugardal. Þar verður boðið upp á heljarins mikla hestadagskrá fyrir alla fjölskylduna. Aðgangur þar er ókeypis.

Um kvöldið verður svo ístöltkeppnin "Þeir allra sterkustu" í Skautahöllinni í Reykjavík. Hefst hún klukkan 20.00 og miðaverð er 3500 krónur. Ágóði af þeirri sýningu rennur til landsliðs Íslands í hestaíþróttum.