sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestadagar í Reykjavík framundan

9. mars 2015 kl. 12:17

Frá Hestadögum í Reykjavík.

Sýningin Æskan og hesturinn verður haldin 15. mars.

Landssamband hestamannafélaga stendur fyrir fjölmörgum hestatengdum viðburðum á næstunni.

Sýningin Æskan og hesturinn verður haldin sunnudaginn 15. mars. Þann dag verða tvær sýningar í reiðhöllinni í Víðidal, sú fyrri klukkan 13:00 og sú síðari kl. 16:00. Aðgangur á sýninguna er ókeypis.

"Þann 19. mars byrja Hestadagar á öllu landinu. Opnunarhátíð verður klukkan 17:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur, fimmtudaginn 19. mars. Á föstudeginum og laugardeginum verða opin hús í hesthúsum landsins. Á laugardaginn verðu svo hin sívinsæla hópreið um miðbæ Reykjavíkur. Klukkan 16:30 sama dag verða Svellkaldar konur í Skautahöll Reykjavíkur. Aðgangseyrinn er aðeins 1000 krónur og rennur til styrktar landsliðinu okkar, frítt fyrir 12 ára og yngri.

Laugardaginn 4. apríl verður svo mótið sem allir bíða spenntir eftir. Þeir allra sterkustu verður haldið í Sprettshöllinni og verður mikið húllum hæ þetta kvöld. Aðgangaeyri verður kr. 3500, frítt fyrir 12 ára og yngri. Enginn ætti að láta þann viðburð framhjá sér fara," segir í frétt frá LH.