föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestablaðið kemur út á morgun

21. september 2011 kl. 12:48

Guðmundur Viðarsson í Skálakoti tekur við verðlaunum fyrir stóðhest sinn Skýr frá Skálakoti. Knapi á hestinum er Jakob Svavar Sigurðsson.

Guðmundur í Skálakoti ekki sáttur við vinnubrögð á kynbótasýningum

Í Hestablaðinu, sem kemur út á morgun, fimmtudaginn 22. september, er spjallað við tvö barnabörn Ragnars Tómassonar lögfræðings og pistlahöfund. Það eru þau Arna Ýr Guðnadóttir og Ragnar Tómasson yngri, sem bæði hafa verið í fremstu röð ungmenna í keppni á hestum. Arna Ýr er þrefaldur Íslandsmeistari í fjórgangsgreinum 2011 og Ragnar er einn efnilegasti skeiðknapi landsins og náði frábærum sprettum á keppnistímabilinu.

Einnig er fjallað um viðbrögð á fundum Landsmótsnefndar LH og BÍ  um landið, farið yfir árangur einstakra hestamannafélaga á LM2011 með tilliti til landshluta, og rætt við Guðmund Viðarsson í Skálakoti, sem gerir athugasemdir við vinnubrögð á Sörlastöðum í vor, þar sem stóðhestur í hans eigu barðist um toppsætið við stóðhest eins dómarans á sýningunni.

Hægt er að kaupa áskrift í síma 511-6622