mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestablaðið er komið út

21. júlí 2011 kl. 11:16

Hestablaðið er komið út. Forsíðumyndina tók Henk Peterse

LM2011 á Vindheimamelum

Sjöunda tölublað Hestablaðsins er komið út. Í blaðinu er viðtal við Finn Ingólfsson, eiganda og ræktanda Spuna frá Vesturkoti, sem setti heimsmet í aðaleinkunn kynbótahrossa á LM2011.

Hinrik Bragason og Ómur frá Kvistum fá sinn sess í Hestablaðinu. Hinrik lýsir þessum mikla gæðingi og þjálfun hans.

Einnig er viðtal við hestafjölskylduna á Sunnuhvoli í Ölfusi, en einn meðlimur hennar, hin 9 ára Glódís Rún Sigurðardóttir, varð efst í barnaflokki á LM2011 á stóðhestinum Kamban frá Húsavík.

Afkvæmahestar á Landsmóti eru í Úttekt. Spjallað er við ofurhugana Róbert Veigar Ketel og Sigurð Tryggva Sigurðsson, sem eiga helminginn í Dívu frá Álfhólum.

Hin knáa Suðurnesja reiðkona Jóhanna Margrét Snorradóttir er í viðtali, en hún varð efst í unglingaflokki á LM2011.

Þetta og margt fleira í Hestablaðinu. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511-6622.