miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestaat í Hörpu

19. mars 2014 kl. 15:40

Harpa

Hestadagar í Reykjavík

Boðið verður upp á uppistand í Hörpunni á Hestadögunum í Reykjavík en verður það opnunaratriði Hestadaganna. Uppistandið verður í Norðurljósasal Hörpu, 3.apríl 2014.

Á vef Hörpu stendur eftirfarandi um atburðinn:

"Hér leiða saman hesta sína Hilmir Snær og hljómsveitirnar Brother Grass og Hundur í óskilum. Boðið verður upp á nýstárlegt, tónrænt uppistand í Norðurljósasal Hörpu. Íslenski hesturinn verður skoðaður frá öllum hliðum og rifjuð upp rysjótt sambúð hans við ótamin náttúruöfl og brokkgenga þjóð.  Hilmir Snær segir sögur af hestum og brestur í söng og hljómsveitin Brother Grass leikur þekkt og óþekkt íslensk hestalög með nokkrum öðrum hætti en fólk á að venjast. Þá mun hljómsveitin Hundur í óskilum leika lausum hala um sviðið og aðstoða bæði Hilmi Snæ og Brother Grass við flutninginn.  

Hvetjum hestamenn og aðra til að koma og upplifa íslenska hestinn á þessum einstaka viðburði í gegnum sögur, ljóð og söng.

Höfundur: Hjörleifur Hjartarson
Sagnamaður: Hilmir Snær Guðnason
Tónlistarstjóri: Örn Eldjárn
Auk þeirra koma fram Hljómsveitirnar Brother Grass og Hundur í óskilum"