miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hervör markar djúp spor

15. febrúar 2011 kl. 10:33

Hervör frá Sauðárkróki, knapi Ingimar Ingimarsson.

LM1978 á Skógarhólum í Hestablaðinu

Hervör frá Sauðárkróki var í neðsta sæti í fimm vetra flokki á LM1978 með 8,01 í einkunn. Samræmi, fætur og tölt aðeins í meðallagi. Sonur hennar er Hervar frá Sauðárkróki, einn vinsælasti og frjósamasti stóðhestur sögunnar. Hann hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og synir hans og dætur hafa einnig sett mark sitt á hrossaræktina. Efst í eldri flokki hryssna var Snælda frá Árgerði. Hún hefur reynst farsæl fyrir sitt hrossaræktarbú og ræktanda, en ekki markað viðlíka spor og Hervör. Spor Leiru frá Þingdal eru dýpri, fyrir tilstilli sonar hennar, Odds frá Selfossi, sem er með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og á nokkrar framúrskarandi dætur. Lesið um hryssurnar á LM1978 í Hestablaðinu sem kemur út á fimmtudaginn.