sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Herrakvöld Fáks

7. október 2011 kl. 20:08

Herrakvöld Fáks

Herrakvöld Fáks verður haldið 15. október næstkomandi.

“Allir skemmtilegir hestamenn koma saman á Herrakvöldi Fáks og borða alvöru villibráð laugardagskvöldið 15. október. Ari Eldjárn uppistandari og draumur hverrar tengdamönnu mætir og skemmtir lýðnum. Veislustjóri verður einn af fyndnari hestamanni norðan Alpafjalla sem mun láta nokkrar gamansögur flakka og þá sérstaklega um þá sem mæta ekki .

Húsið opnar fyrir stúlkur, konur og dömur um upp úr ellefu og dansað verður fram á rauða nótt og að sjálfssögðu er frítt inn fyrir allar konur.

Matseðil Villibráðarhlaðborðsins má sjá á heimasíðu Fáks (www.fakur.is)  en aðalréttir eru hreindýrasteik, gæsabringur í bláberjalög og margt fleira gómsætt,” segir í tilkynningu frá hestamannafélaginu.