sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Herrakvöld Fáks á laugardag

11. október 2011 kl. 20:18

Herrakvöld Fáks á laugardag

Fákur boðar til fagnaðar á laugardagskvöld:

"Hreindýr, gæs, svartfugl og aðrar villibráðarkræsingar verða á boðstóðum á Villibráðarhlaðborði Herrakvölds Fáks sem verður nk. laugardagskvöld í félagsheimili Fáks (matseðillinn á heimasíðu Fáks). Jón Þorberg Steindórsson (Beggi) eftirherma og brandarakarl verður veislustjóri og Ari Eldjárn mun verða með uppistand og síðan verður dansað fram á rauða nótt.

Miðaverð aðeins kr. 7.000 og að sjálfssögðu frítt fyrir konur, dömur og stúlkur eftir kl. 23:30

Miðasala í Skalla (koma með 7.000 kall í peningum og málið dautt) og Reiðhöllinni (kort og pen.)

Fordrykkur í boði Vífifells

Virðulegur klæðnaður skilyrði.

Forpartý um allan bæ – bara að troða sér í einhvert þeirra og mæta áður en borðhaldið hefst kl. átta en húsið opnar kl. 19:00

Allir velkomnir og skemmtilegir hestamenn úr öðrum félögum eru sérstaklega velkomnir."