mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Herrakvöld Fáks 9. október

29. september 2010 kl. 15:58

Herrakvöld Fáks 9. október

Glaumur og gleði er rétt handan við hornið því Herrakvöld Fáks verður haldið laugardagskvöldið 9. október nk.

*Jonni kokkur sér um hið víðfræga villibráðarhlaðborð
*Kári Stefánsson er ræðumaður kvöldsins og er hann vel í STAKK búinn til LÆKNA okkur hestamenn af þunglyndinu sem hrjáir suma í kjölfar hestapestarinnar.
*Freyr Eyjólfsson, vinsælasti skemmtikraftur landsins, mun skemmta.
*Vínkynning
*Óvæntar uppákomur (þó ekki súludans)
*Diskó og frítt inn fyrir konur eftir borðhaldið

Allir að mæta og gera sér glaðan dag því hestamenn eru skemmtilegustu menn landsins.
Forsala á skrifstofu Fáks og í Skalla (peningar), verð aðeins kr. 6.500. – (frítt fyrir kvenþjóðina) – takmarkað miðamagn.