fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Herjólfur gerir það gott

22. apríl 2013 kl. 11:47

Herjólfur gerir það gott

Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum sló heldur betur í gegn sinni fyrstu keppni á erlendri grundu. 

Herjólfur frá Ragnheiðarsstöðum hlaut 8,37 í forkeppni  í tölti á móti í Noregi en mætti ekki úrslit heldur lét nægja að mæta í úrslit í 4-gangi þar sem hann hlaut 8,20 í úrslitum og 1. sæti.    

Mótið var haldið um síðustu helgi í Suður Noregi. 

Knapi var Erlingur Erlingsson sem hefur verið með hestinn til þjálfunar undanfarið.

Herjólfur mun að öllu líkindum mæta á eina til tvær keppnir í viðbót, en síðan mun hann fara að sinna hryssum, en hann er fullbókaður í ár.

Hæsti dómur Herjólfs:


Héraðssýning Selfossi - 2012
 
Mótsnúmer 03 Land IS  
 
M1 142 V.fr. 8.5 Höfuð 8 Tölt 9.5
 
M2 130 H.fr.   Háls/herðar/bógar 8 Brokk 9
 
M3 136 V.a. 7.8 Bak og lend 8.5 Skeið 5
 
M4 63 H.a.   Samræmi 8.5 Stökk 9
 
M5 139     Fótagerð 8.5 Vilji og geðslag 9
 
M6 37     Réttleiki 7 Fegurð í reið 9.5
 
M7 47     Hófar 8.5 Fet 7.5
 
M8 42     Prúðleiki 6 Hæfileikar 8.44
 
M9 6.8     Sköpulag 8.13 Hægt tölt 9.5
 
M10 30         Hægt stökk 9
 
M11 18.5            
 
  Aðaleinkunn 8.32