mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Herjólfur fullbókaður

25. júní 2010 kl. 11:56

Einn af mörgum efnilegum afkvæmum Gígjars

Mikil ásókn er í hinn unga Herjólf frá Ragnheiðarstöðum, sem er undan Hendingu frá Úlfsstöðum (8,47) og Gígjari frá Auðsholtshjáleigu. Herjólfur er fjögra vetra, en var einn þeirra mörgu kynbótahrossa sem var ekki sýndur í vor vegna hrossapestarinnar. Sterkur orðrómur var hins vegar kominn af stað um gæði folans snemma í vetur og mikil stemmning fyrir honum.

Á meðal hryssna sem hafa verið leiddar undir Herjólf, eða hafa þegar verið leiddar í vor og sumar, eru: Dimma og Díva frá Álafhólum, Klara og Hending frá Flugumýri II, Aríel frá Höskuldsstöðum, Samba frá Miðsitju, Ambátt Öskjudóttir frá Kanastöðum, Ísbjörg frá Ólafsvík, Þruma frá Hólshúsum, Þokkadís frá Feti, Irsa Aronsmóðir frá Skjálg, Blúnda Flákamóðir frá Kílhraun, Áttund Tenórssystir frá Túnsbergi og Vár frá Auðsholtshjáleigu.

Vár er sameign Karls Áka Sigurðssonar og Gunnars Arnarsonar. Fullyrða sumir að þetta sé í fyrsta sinn sem Gunnar fer með hryssu undir ósýndan fola og þykja það nokkur tíðindi. En vafalítið hefur faðerni Herjólfs haft þar sitt að segja.