miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Herd in Iceland

20. september 2013 kl. 09:24

Herd in Iceland

Heimildamynd um stóðsmölun á Íslandi gerir það gott á kvikmyndahátíðum.

Árin 2010 og 2011 ferðuðust Lindsay Blatt og Paul Taggard til Íslands til þess að fylgjast með og kvikmynda íslenska gangnamenn smala hestum af afréttum landsins til rétta. Fylgdust þau meðal annars með stóðsmölun í Laxárdal og stóðréttum í Skrapatungurétt.

 Það sem vekur áhuga þeirra Lindsay og Paul eru hið frjálsa og villta líf íslenska hestsins yfir sumarmánuðina og sú mikla og ríka hefð og skemmtun sem því fylgir þegar eigendur hestanna og gestir þeirra fara af stað á haustin til að smala þeim niður af afréttum landsins til rétta. Tóku þau myndir af ægifagurri náttúru Íslands, bæði á landi og í lofti, fótgangandi sem á hestbaki þar sem þau dvöldu á meðal gangnamanna og fylgdust með vinnu þeirra við smölunina. www.huni.is 

 Myndin er nú komin í sýningu víðsvegar um heiminn, og hefur meðal annars unnið verðlaun sem besta heimildarmyndin á The Black Hills Film Festival í Bandaríkjunum.

 Hér má sjá stiklu úr myndinni þeirra.