sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Helmingurinn hættir

odinn@eidfaxi.is
4. desember 2013 kl. 09:38

Frá ráðstefnu fagráðs í hrossarækt.

Áfram breytingar í forystusveit hrossaræktarinnar.

Fyrir nokkru var greint frá því hér á vefnum að Guðlaugur Antonsson landsráðunautur, Kristinn Guðnason formaður fagráðs í hrossarækt ásamt nokkrum framámönnum í FEIF væru að hætta störfum.

Nú er það ljóst að helmingur fagráðs í hrossarækt er að hætta í ráðinu. Þeir sem hætt eru Kristinn Guðnason formaður ráðsins, en auk þess hætta Sigrún Ólafsdóttir fráfarandi formaður FT, Víkingur Gunnarsson fyrrum yfirkennari á Hólum og Guðlaugur Antonsson landsráðunautur.

Ráðið er skipað átta fulltrúum og þetta þýðir því að helmingur fagráðsins hættir nú. Ráðið er skipað þannig:

Fyrir hönd BÍ:
Landsráðunautur í hrossarækt.
Forstöðumaður hrossabrautar Hólaskóla
Stjórnarmaður í BÍ, (fer með tvö atkvæði).

Fyrir hönd Félags hrossabænda:
Formaður Félags hrossabænda og formaður fagráðsins.
Fulltrúi frá FHB
Fulltrúi frá FHB
Formaður FT
Stjórnarmaður í LH

Það liggur því ljóst fyrir að Sveinn Steinarsson nýr formaður FHB tekur við formennsku í fagráði, trúlegt er að Sveinn Ragnarsson nýr yfirkennari á Hólum taki við af Víkingi. 

Óljóst er þá um tvo af átta í ráðinu, en ólíklegt má telja að ráðið verði í stöðu landsráðunauts þar sem Guðlaugur fer í árs leyfi frá störfum. Heyrst hefur að á meðan hann er í fríi muni fagnefnd RML í hrossarækt sinna störfum hans. Því er líklegt að eitthvert þeirra leysi stöðu Guðlaugs í ráðinu tímabundið eða þá að Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir fagstjóri í búfjárrækt hjá RML taki stöðuna. Gunnfríður er yfirmaður ráðsins hjá RML. Við af Sigrúnu Ólafsdóttur formanns FT tekur svo nýr formaður félagsins, en aðalfundur þess er 7. desember n.k.