miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Helgi frá Neðri-Hrepp til afnota við Húsavík

19. júní 2012 kl. 18:48

Helgi frá Neðri-Hrepp til afnota við Húsavík

Stóðhesturinn Helgi frá Neðri-Hrepp IS2006135617 er nú á leið á Landsmót hestamanna en hann hefur verið í þjálfun hjá Guðmundi Björgvinssyni á Ingólfshvoli undanfarið að er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum hestsins.

"Helgi er 6 vetra, grár að lit. Faðir hans er Keilir frá Miðsitju (8.63), undan Ófeigi frá Flugumýri. Móðir er Gletta frá Neðri – Hrepp (8.36) Hæfileikar 8.86, Gletta er undan Gusti frá Hóli. Helgi hefur hlotið aðaleinkunnina 8.31. Kynbótamat hans er 119. Helgi hlaut einkunnina 9,0 fyrir vilja og geðslag. Fyrir hæfileika hlaut hann 8.38 og 8.21 fyrir sköpulag.

Þess má geta að Vaka móðir Glettu, er komin út af Kolfinni frá Kjarnholtum og Spurningu frá Kleifum rétt eins og gæðingamóðirin Álfadís frá Selfossi.  

Folatollur undir Helga er 55. Þúsund en hann verður til afnota við Húsavík

Upplýsingar um notkun: Einar Víðir Einarsson í  síma 869-3248," segir í tilkynningu en meðfylgjandi er dómur Helga.

Aðaleinkunn   8,31
Sköpulag 8,21 

Höfuð 7.5
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 8
Samræmi 8.5
Fótagerð 8
Réttleiki 8.5
Hófar 9
Prúðleiki 7

Hæfileikar 8,38

Tölt 8
Brokk 7.5
Skeið 9
Stökk 8.5
Vilji og geðslag 9
Fegurð í reið 8.5
Fet 8
Hægt tölt 8.5
Hægt stökk 8.5