laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Helgi Björns heldur uppi stuðinu á Uppskeruhátíð hestamanna

1. október 2010 kl. 16:53

Helgi Björns heldur uppi stuðinu á Uppskeruhátíð hestamanna

Miðasala er hafin á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður þann 6.nóvember nk. á Broadway.

 
Miðasala gengur vel og greinilegt er að mikil tilhlökkun er eftir þessum árlega viðburði hestamanna. Miðasala fer fram á Broadway í s: 533-1100.
 
Í boði verður þriggja rétta máltíð ásamt fordrykk, glæsileg dagskrá með landsfrægum veislustjóra og svo mun hinn eini sanni Helgi Björns ásamt hljómsveit sjá um að halda uppi stuðinu með sínum fjölmörgum slögurum. Miðaverð er 7.500kr.
 
Mælst er til þess að gestir hátíðarinnar mæti í sínu fínasta pússi.